Um Frumskóga

Eigendur Frumskóga Gistihús eru Morten Geir Ottesen og Kolbrún Bjanradóttir, þau keyptu eignina árið 2000 af foreldrum Mortens, þeim Oddgeiri Ottesen og Geirlaugu Skaftadóttur.

Gistihúsið samanstendur af sex 40m² íbúðum og fjórum tveggja manna herbergjum og einu eins manns herbergi. Við getum tekið 28-30 manns í gistingu en við bjóðum upp á morgunmat í rúmgóðum morgunverðarsal, þráðlaust internet og góða útiaðstöðu með heitum potti, gufu og útisturtu.

VELKOMIN.