Íbúðir

Gistiheimilið Frumskógar er opið allan ársins hring og bjóðum við upp á 6 íbúðir yfir sumrtímann og 5 yfir vetrartímann.

Íbúðirnar er eru vel útbúnar með svefnherbergi, svefnaðstöðu fyrir allt að 5 manns, eldhúsi með góðri eldunaraðstöðu, stofu með sjónvarpi og baðherbergi með sturtu. Einnig er aðgangur að þráðlausu interneti.

Hægt er að panta morgunverð á gistiheimilinu, sem framreyddur er í morgunverðarsal milli 08:00 og 10:00.

Gestir okkar hafa aðgang heitum potti og gufubaði ásamt útisturtu.

Gistiheimilið er í göngufæri frá veitingastöðum, sundlaug, hverasvæðinu, Listasafni Árnsinga, ásamt ýmsu öðru.

Gestir hafa einnig frían aðgang að Golfvellinum í Hveragerði, Gufudalsvelli.