Herbergi

Gistiheimilið Frumskógar er opið allan ársins hring og bjóðum við upp á 5 herbergi á efri hæðinni, 4 tveggja manna og 1 einstaklingsherbergi. Tvö salerni eru til umráða, annað með sturtu. Herbergin eru björt og notaleg, með vaski og sjónvarpi. Baðherbergi og WC frammi á gangi. Einnig er aðgangur að þráðlausu interneti.

Hægt er að panta morgunverð á gistiheimilinu, sem framreyddur er í morgunverðarsal á neðri hæðinni milli 08:00 og 10:00.

Gestir okkar hafa aðgang heitum potti og gufubaði ásamt útisturtu.

Gistiheimilið er í göngufæri frá veitingastöðum, sundlaug, hverasvæðinu, Listasafni Árnsinga, ásamt ýmsu öðru.

Gestir hafa einnig frían aðgang að Golfvellinum í Hveragerði, Gufudalsvelli.

Tveggja manna herbergi. Tveggja manna herbergi. Tveggja manna herbergi með tvíbreiðu rúmi. Einstaklingaherbergi.

Einstaklingsherbergi. Morgunverðarsalurinn, en morgunverður er framreiddur milli kl 08:00 og 10:00. Wi-Fi tegnging er í Frumskógum. Morgunverðarsalur.

Gestgjafinn Kolbrún. Heiti potturinn. Heiti potturinn, gufan til vinstri. Frumskógar, gistiheimili.

Frumskógar í vetrarbúningi.